hafdisjod(moogomam)

hafdisjod(moogomam)

Posted on 08/31/2007


Photo taken on May 24, 2007


See also...


Keywords

sea
tún
Álverið
safnhús
garðaholt
moogomam
keilir
ský
haf
garðabær
alcan
iceland
clouds
grass
krókur


Authorizations, license

Visible by: Everyone
All rights reserved

589 visits

Krókur.

Krókur.
Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er í dag með þremur burstum en árið 1923 var miðburst bæjarins byggð og bæjarhúsin þá aðeins baðstofa og eldhús auk lítils skúrs við útidyrnar. Krókur er staðsettur í nágrenni samkomuhússins á Garðaholti.
Um vorið 1934 hafði Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir fengið ábúð á Króki en maður hennar var Vilmundur Gíslason. Þau hjónin áttu fjögur börn og Guðrún Sveinsdóttir móðir Vilmundar bjó einnig hjá þeim. Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir (kölluð Tobba) var fædd 1. maí árið 1899. Afmælisdagur hennar var alltaf mikill hátíðisdagur hjá fjölskyldunni. Í Króki var búið allt til ársins 1985 þegar Þorbjörg lést. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður. Jón Nordsteien arkitekt stjórnaði endurgerð bæjarins og Einar Hjartarson húsasmíðameistari var fenginn til að vinna verkið. Systurnar Elín og Vilborg Vilmundardætur höfðu umsjón með uppröðun húsmuna. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar.

Comments