Já, það tekur ekki langan tíma að klára hverja önn. PHT 103 er núna að klárast, eða er í raun búin. Þarf bara að fara í einn tíma í viðbót til að sjá hvað ég fékk í lokaprófinu.

Við skruppum á Getty safnið sem er í L.A. núna fyrir tveim dögum Mæli eindregið með því að fólk fari á þetta safn, byggingin er svaðaleg. Þess vegna fór ég ekkert mikið inn í sjálft safnið heldur var ég meira í garðinum og fyrir utan að taka myndir af húsinu og skuggum hér og þar. Allvega bara gaman þar.

Myndavélin mín ákvað að það væri svakalega sniðugt að láta LCD skjáinn aftan á henni hætta að virka. Þannig hún var send til L.A. og löguð.

Næsti áfangi er LT (Lighting Theory), þar verður farið meira í hvað ljós er og hvernig við getum nýtt okkur það.

En allavega þangað til næst...