Þetta tók ekki langan tíma, önn tvö er búin. PHT102 sem var nánast eingöngu tækniáfangi, þ.e.a.s. verkefnin voru af bjórdósum, magasínum á tennivelli og þvíumlíkt. Semsagt ekkert sérstaklega myndrænt. Það voru þó nokkur creative verkefni sem voru tekin á digital vélar en annars var allt saman tekið á stórformatsvélar á positive filmu.

Næsti áfangi er PHT103, þar verður miklu meira um skemmtilegri myndir, þar verður okkur kennt að nota "hotlights", eða þá bara vinnukastara sem hægt er að kaupa í byko. Seinna í áfanganum fáum við síðan að byrja nota stúdíóljós. YAY!!!

 

Önninn var ekki beint erfið... en maður gat aldrei slappað neitt af, þetta er talinn einn erfiðasti áfanginn sem er í Brooks svo fyrst mér tókst að fá A í honum þá er ég bara nokkuð sáttur.

 

Mér tókst líka að flytja á þessari önn. Örugglega það gáfulegasta sem ég hef gert hérna  í ameríkunni síðan ég kom. RNR fyrirtækið sem ég leigði hjá eru nú bara mestu braskara sem ég hef séð lengi og mæli enganvegin með því að nokkur noti þá.

Allavega, ég er kominn í stærra hús, betra útsýni, lægri leiga, næg bílastæði, betri meðleigendur, færri meðleigendur svo maður getur nú ekki kvartað yfir því. Þó svo að ég hafi bætt við mig hellings drasli síðan ég kom hérna þá tók bara nokkra klst að pakka og keyra allt saman á milli. Síðan er maður búinn að vera raða upp í hillur og kassa núna fyrst að önnin er búin.

 

Hárið er farið, ég fór í klippingu í dag, fór síðast í klippingu miðjan feb á íslandi svo það var hellings tími sem fór í það að klippa hárið.

 

En nú er komið alvega svakalega langt 18 daga sumarfrí, svo nú þarf maður að fara í gegnum alla pappírana sem maður er búinn að fá frá bankanum, skattinum, DMV (bílaskoðun/skráning).

 

Já... og allir sem hafa séð Simpson og muna eftir vinnustaðnum þar sem systur Marge vinna... hann er svona hérna.... DMV er hræðilegasti vinnustaður sem hægt er að vinna á.

 

Jæja ég er hættur og farinn út.

 

Kveðja Steini