PHT102, nú byrjar þetta fyrir alvöru vinnubók sem verður búin til á 8 vikum er rétt um 400 blaðsíður sýnist mér. Áfanginn er 90% tækni og 10% sköpunarlist. Við verðum semsagt að læra meira á stórformatsvélina og hvernig hægt er að nýta sér hana til fulls. Síðan með þessum áfanga er kennt á Adobe Bridge sem er svo léttur að ég hélt ég mundi dreyja í fyrsta tímanum, er að reyna fá eitthvað skemmtilegra að gera en að litaleiðrétta mynd með aðferð sem ég lærði fyrir 4 árum.

Allavega það verður örugglega svo mikið að gera hjá mér að ég á ekkert eftir að skrifa neitt hérna fyrr en ég er búinn með prófin í áföngunum.

Það koma samt sem áður inn einhverjar myndir á önninni.

 

Kveðja Steini