Já, þetta eru ekki langar annir hjá mér... ef önn mætti kalla. Allavega annirnar hérna eru bara 7 vikur, svo koma lokapróf og skiladaga. PHT101 og Enska voru þeir áfangar sem ég var í núna... allt saman klappað og klárt, var næst hæstur í bekknum í ljósmyndaáfanganum.

Næst er það PHT102 sem er áframhald með 4x5 Horseman myndavélina mína, það verður farið meira út í hvernig hægt að bjaga til hluti, laga bjögun og vera með fókuspunktinn á ákveðnum stöðum.

Síðan er það samfélagsfræð eða menningarfræði..... ég held allavega að það ætti ekkert að koma mér á óvart að það eru til önnur lönd og þar hagar fólkið sér stundum öðruvísi. Sem er nátturulega bara hið besta mál.

Svosem ekki mikið annað sem er búið að gerast hérna í Californinu. Endalaust mikið tekið að myndum og því verður haldið áfram næstu þrjú árin allavega.

 

Kveðja Steini