Föstudagurinn

 

Þar sem við erum ekki í neinum tímum á föstudögum þá er hægt að nýta þá í gagnlega hluti, minn var svohljóðandi.

 

Vakna

Fara með fötin í þvott.

Fara með filmu í framköllun frá nóttinni áður.

Sækja glósur fyrir næstu ritgerð.

Innkaupaleiðangur, matur og þvíumlíkt

Setja baunir, kjöt og sósu í pott sem mallar fram á kvöld.

Baka brownis

Skipta um á rúminu

Hreinu fötin aftur upp í skáp

Fara út og fá sér Sushi

Gera klárt fyrir myndatökuna á laugardeginum

Taka gömlu filmuvélina og setja Kodachrome 64 ISO í hana fyrir kvöldið.

Kvöldmatur

Fara upp í fjall með myndavélina.

Finna góðan stað og setja upp vélina, binda niður shuttertakkan vegna þess að það er ekki til remote.

Fara heim að sofa.

7 klst og 15 mín síðar (þá er kl 5 um morgun) keyra aftur upp í fjöllin og sækja myndavélina.

 

 

Nú er samt kominn laugardagur svo það þýðir að maður þarf að fara læra... sem ég er að gera núna.

 

Best samt að hringja fyrst heim og sjá hvort að gömlu hjónin séu heima.

 

Stoney, Thornstein, Stonehange