Þessi helgi er búin að vera sú íslenska sem ég hef kynnst siðan ég kom út. Föstudagskvöldið var í boði Ásdísar sem er í UCSB. Móðir hennar hafði komið með hangkjöt svo að það var soðið og gerður jafningur. Nokkrir vinir hennar ákvaðu að google'a íslenskan mat svo einn kominn með "leafbread" og annar með "íslenskt jólasaltat". Laufarbrauðið var meira eins og þunnt soðiðbrauð og jólasalatið átti víst að vera rauðkálssalt, sem það var, nema hvað það var ekki soðið eins og maður fær heima... en bragðaðist þó mjög vel. Svo að þeir fá báðir plús í kladdan fyrir að hafa reynt og komið með eittvað sem hægt var að borða.

 

Laugardagsvköldið var heima hjá Brynjari sem var að halda upp á afmælið sitt. Grillveisla af bestu gerð, það fóru rúmlega 10 kýr og 5 svín þetta kvöldið, það vantaði allavega ekki kjötið. Síðan var boðið upp á Tópas um miðja nótt, könunum þótti tópisinn ekki góður, góð lýsing frá einum "þetta byrjar eins og jagermaster breytist síðan yfir í munnskol og endar sem hóstarsaft".

 

Annars er allt gott að frétta, það er endalaust mikið að gera sem er bara gott. Fyrsta önnin er meira en hálfnuð (hver önn er 8 vikur), svo nú fer maður að undirbúa sig fyrir lokaprófin og fara yfir glósur um leið og maður gerir verkefnin.

 

Það koma myndir auðvitað inn á milli, en þess á milli þurfi þið bara að bíða :)