Ég var spurður í dag hvað var langt síðan ég fór út... og viti menn, það er nákvæmlega ein mánuður.

Held þessi tími hérna úti eigi eftir að fljúga áfram. Það tekur samt lengri tíma að koma sér fyrir þegar maður er byrjaður í skólanum, hefði verið þægilegt að koma kannski 10 dögum áður og redda öllu strax, en þetta reddast.

 

Það hefur ekki komið einn dropi úr lofti síðan ég kom hingað og kannski 2 dagar sem hefur ekki verið heiðskýrt.

Allavega, fötin eru í þurrkaranum, grunnurinn kominn að ritgerðinni, allt að gerast semsagt.