"vá... filma".... það verður haldið aftur til fortíðar næstu viku og myndir teknar á stóra 4x5 myndavél, og það á filmu. Bæði polaroid og síðan E6 filmu sem er positive filma... má líkja henni við slidesmyndirnar nema hvað filman er talsvert stærri.

Það er meir að segja ein mynd nú þegar komin á síðuna, bara svona til að sýna ykkur hvernig þetta er. Ekkert photoshop, nú verður maður að grípa í ljósmælirinn sinn, stilla vélina fókusera með því að stækka og minnka belgin á vélinni.

Þó þetta tekur ótrúlega lantan tíma þá er þetta ótrúlega skemmtilegt.

 

Já, síðan fékk ég bílinn minn í gær, eins og felstir vita keypti ég mér Volvo S60 árgerð 2004 og var búinn að eiga hann í 2 daga þegar pickup rann á hann. En núna er hann kominn með nýjan stuðara svo eins og allt annað þá "reddast þetta".

 

Helgin fer í:

  • Þvo þvott
  • Skrifa 4 síðna ritgerð.
  • Finna heimildir um hvernig myndir eru notaðar til að selja vöru.
  • Finna heimildir um listamann og skrifa gangrýni um 2 myndir.
  • Finna tryggingarfélag fyrir slysatryggingu.
  • Reyna sofa eitthvað.
  • Borða ef tími gefst til.

En jájá... þetta reddast