Skrítin tilhugsun, en í dag er 100 ára afmælisdagurinn hans pabba. Hann lést í desember 1989, og þar af leiðandi ekki hér til að halda upp á daginn (nema það sé í annarri vídd).

Hann hét (Ólafur) Gísli Guðmundsson, fæddur í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi en ólst upp handan við lækinn á Tröð. Flutti ásamt foreldrum og systkinum til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu á Freyjugötunni.

Fyrri myndin er tekin í Kanada, en þar var hann á árunum 1927-1937. Sú síðari í London með mömmu, nokkrum árum eftir stríð.

Til hamingju með daginn elsku pabbi.

It is my father's birthday today. Not with us any more, but 100 years since he was born.