Í dag er hátíðardagur vegna þess að Begga á afmæli! Hún er án efa ein sú jákvæðasta og skemmtilegasta manneskjan hérna á ipernity og ég er mjög þakklát þessu samfélagi fyrir að fá að kynnast henni og mörgu öðru góðu fólki hér.

Kæra Begga!

Ég óska þér alls hins besta á afmælisdaginn ásamt mikilli ást, hlátri, gleði og að sjálfsögðu, mörgum gjöfum :o))) Vonandi verður árið yndislegt, fullt af öllu því besta sem hugsast getur og næstu ár þar á eftir líka! Ég óska þér alls hins besta, að allir þínir draumar rætist á þann veg sem þú óskar og að draumar þínir gefi þér vængi til að svífa hátt yfir hinu daglega amstri. Einnig vona ég að þú haldir áfram að vera sama yndislega manneskjan og þú ert í dag, í að minnsta kosti 100 ár til viðbótar!!! Það tekur mig sárt að geta ekki faðmað þig þéttingsfast núna og kysst þig þrisvar á vangana (samkvæmt rússneskri hefð), en ég geri það í huganum! Til hamingju með afmælið Begga!

P.S. Veislan ætti að verða mjög skemmtileg: